top of page

Um mig

Baldur starfar sem sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) en samhliða því starfar hann sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur. 

Baldur býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga.

Helstu áherslur í meðferð eru hugræn atferlismeðferð (HAM), díalektísk atferlismeðferð (DAM) og sáttar- og atferlismeðferð (ACT). 

Í gegnum námið hafa lokaverkefni hans snúið að vímuefnanotkun ungmenna, tenglum á milli ADHD og hreyfingar og líðan feðra eftir barnsburð. Þá þróaði hann meðferðarúrræði fyrir feður eftir barnsburð sem kallast Pabbahópur. (Smellið á Facebook merkið til að finna Pabbahópinn á Facebook)

 

Áhugasvið

Hegðunarraskanir, kvíði, tilfinningalegur óstöðugleiki, reiðivandi, lágt sjálfsmat, ADHD, einhverfa, tengslavandi og sjálfskaðandi hegðun. Sé einnig um greiningar og veiti uppeldisráðgjöf.

 

Menntun

 

2017: MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík

2014-: Ms í sálfræði (ólokið)

 

2014: Bs. í sálfræði frá Háskóla Íslands

 

Starfsreynsla

2018- : Sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

2017-2018: Sálfræðingur á heilsugæslunni Ísafirði

2017: Starfsþjálfun á Teigi, eftirmeðferðardeild fíknigeðdeildar

 

2016: Starfsþjálfun á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi

 

2016 Starfsþjálfun frá bráðageðdeild Landspítalans
 

Eftir útskrift hefur Baldur starfað sem sálfræðingur á heilsugæslu, BUGL og sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur.

Rannsóknir og lokaverkefni

Effectiveness of brief transdiagnostic cognitive behavioural group therapy for depression, anxiety, and stress in fathers: A Pilot Study (2017)

Tengsl ADHD og hreyfingar (ólokið)

Áhættu- og verndandi þættir fyrir vímuefnanotkun ungmenna (2014)

Námskeið og endurmenntun

ADHD World Federation, 5th World Congress on ADHD, Glasgow, Scotland 2015 

Developing compassionate resilience in those who have been hurt and harmed by others:  Using compassion focussed therapy to help change the emotional context of traumatised lives 2019 - Dr. Deborah Lee

Workshop on ACT for children and parents 2020 – Dr. Louise Hayes

Dialectical Behavior Therapy Intensive Training 2020 – Shireen C. Rizvi

Auk þess hefur Baldur lokið ýmsum vinnustofum tengdum ýmsum kvíða- og lyndisröskunum, áfallavinnu, greiningarvinnu og handleiðslu.

Baldur er meðlimur í sálfræðingafélagi Íslands og situr í samninganefnd fyrir félagið. 

  • Facebook

Facebook síða Ég Get

  • Facebook

Pabbahópurinn á Facebook

bottom of page