top of page

Fjarviðtöl

Kara_logo_small.jpg

Hægt er að bóka tíma í fjarviðtal við sálfræðing og er viðtalið þá í formi myndviðtals. Það kerfi sem stuðst er við er Kara Connect sem uppfyllir ýtrustu öryggiskröfur persónuverndar og er það vottað af Landlæknisembættinu. 

Hægt er að bóka fjarviðtal við sálfræðing hér að neðan og færist þú þá sjálfkrafa inn á heimasíðu Kara Connect þar sem þú ýtir á "óska eftir þjónustu" og skráir inn grunnupplýsingar. Eftir það verða send boð í tölvupósti sem þú þarft að samþykkja. Við lok viðtals er gjald tekið af greiðslukorti sem gefið er upp við innskráningu. 

 

Hvert viðtal er um 50 mínútur. Afbóka þarf með 24 klúkkustunda fyrirvara með því að senda skilaboð á facebook síðu sálfræðings eða á netfangið baldursal@gmail.com annars verður send rukkun í heimabanka viðkomandi fyrir viðtalinu.   

Athugið að stéttarfélög greiða í flestum tilfellum fyrir sálfræðiþjónustu auk þess sem félagsþjónustan greiðir í sumum tilfellum fyrir þjónustuna. 

Hægt er að skoða hvaða stéttarfélög niðurgreiða fyrir þjónustuna með því að smella hér eða fara í flipann hér að ofan merktur "Fyrir skjólstæðinga".

Hægt er að fá tíma í fjarviðtal eða senda almennar fyrirspurnir hér að neðan

bottom of page