top of page

Lesefni

Hér má finna gagnlegt lesefni bæði sjálfshjálparefni og fræðsluefni.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) er samtalsmeðferð sem hefur sýnt fram á góðan árangur við ýmsum vandamálum eins og kvíða, þunglyndi, fíknivanda, samskiptavanda, átröskunum og ýmsum öðrum geðrænum vanda. Rannsóknir hafa sýnt fram á að HAM hafi jákvæð áhrif á virkni einstaklinga og lífsgæði. Oft hefur verið spáð í því hvort það væri ekki alveg eins gagnlegt að taka inn lyf þegar okkur líður illa. Rannsóknir sýna þó okkur að árangurinn af HAM meðferð er svipaður og af lyfjameðferð. Við skulum einnig hafa það í huga að lyf taka ekki ein og sér í burtu óhjálplegar hugsanir okkar eða breyta hegðun okkar. Lyf geta þó verið gagnleg til að hjálpa okkur að taka fyrstu skrefin þegar vanlíðan hefur hamlandi áhrif á okkur. 

HAM hefur verið lengi rannsökuð og prófuð af fagfólki um heim allan og er því talað um að hún sé gagnreynd meðferð. Þannig er hún frábrugðin ýmsum öðrum samtalsmeðferðum.

Meðferðin byggir meðal annars á því að við eigum það til að hugsa óhjálplega um hlutina sem getur leitt til t.d. kvíða og depurðar. Þannig er verið að skoða þá merkingu sem við leggjum í til dæmis aðstæður, hugsanir, líkamleg einkenni og viðbrögð okkar og annarra. Auk þess byggir meðferðin á því að við höfum lært að bregðast á ákveðinn hátt við aðstæðum. Í meðferðinni er lögð áhersla á að þeir sem glíma við geðrænan vanda geti lært hjálplegri leiðir til að takast á við sín vandamál. Þannig getum við átt auðveldara með að takast á við aðstæður.

 

Til þess að breyta hugsanahættinum eru til ýmsar aðferðir.

  • Ein aðferðin er að æfa sig í því að taka eftir þeim hugsunum sem leiða til ákveðinnar tilfinningar, t.d. kvíða eða reiði, sem er að valda okkur vandræðum. Eftir það er hægt að endurmeta hugsunina á raunsærri hátt.

  • Að átta sig betur á viðbrögðum annarra og ætlun þeirra.

  • Til að takast á við erfiðar aðstæður notum við vandamálaúrlausn.

  • Æfum okkur í því að vera öruggari með okkur sjálf og getu okkar.

(Smellið á myndirnar hér að neðan til að sækja skrárnar)

                                                                                                                                                           Hugsanaskrá lengri

Áhyggjutréð                         Hugsanaskrá                             Hugsanaskrá barna                     (tekið af ham.reykjalundur.is)

                     

Einnig er áhersla lögð á að breyta óhjálplegu hegðunarmynstri, dæmi um það er:

  • Takast á við óttann með því að mæta honum en ekki flýja hann eða forðast.

  • Að nota hlutverkaleiki til þess að æfa okkur í samskiptafærni þegar við á.

  • Æfa sig í slökun eða núvitund til að draga úr líkamlegri spennu og að taka betur eftir.

(Smellið á myndirnar hér að neðan til að sækja skrárnar)

          Virknitafla                              Atferlistilraun

 

Þetta eru allt dæmi um það sem meðferðaraðilar sem nota HAM nýta sér í sinni vinnu en það er ekki þar með sagt að það sé allt kennt í meðferðinni. Mikilvægt er að hugsa um þetta sem samvinnu tveggja einstaklinga og er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Þannig er leitast við að kortleggja vandann og að finna aðferðir sem henta hverjum og einum til að takast á við hann.

Í HAM er eitt af markmiðunum að hver og einn læri að vera sinn eigin meðferðaraðili. Æfingar eru gerðar í tímunum auk þess sem hver og einn æfir sig milli tíma. Þá er einnig unnið með vandann í dag en minna farið í saumana á því sem leiddi til stöðu viðkomandi. Mikilvægt er þó að fara yfir sögu hvers og eins og er í framhaldinu markmiðið að færa viðkomandi á hjálplegri stað og finna hjálplegri bjargráð til að takast á við erfiðleikana.

ham.JPG
Áhyggjutréð.jpg
Hugsanaskrá_með_endurmati.jpg
Hugsanaskrá_barna.jpg
Hugsanaskrá.jpg
Atferlistilraun.jpg
Virknitafla.jpg
bottom of page