top of page

Sálfræðiþjónusta fyrir börn og ungmenni

- Kvíði - Þunglyndi - Reiði - Sjálfsmatsvandi - Svefnvandi - Fíknivandi - Samskiptavandi - ADHD - Einhverfa -

Sem stendur er ekki tekið við fleiri bókunum 

SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA

 

FYRIR ALLT LANDIÐ

Passamynd Baldur 2019.jpg

UM MIG

Baldur starfar sem sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) en samhliða því er hann sjálfstætt starfandi. Hann hefur fengið þjálfun í Hugrænni atferlismeðferð (HAM), Sáttar- og atferlismeðferð (ACT) og Díalektískri atferlismeðferð (DAM).

Baldur býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga.

Boðið er upp á sálfræðimeðferð, greiningar og ráðgjöf á stofu eða í fjarþjónustu. 

contact

ÉG GET

Ég get er heimasíða Baldurs Hannessonar sálfræðings og þeirrar þjónustu sem í boði er. Markmiðið er að bjóða upp á lesefni og verkefni sem geta hentað einstaklingum til að takast á við áskoranir í lífinu. 

Sálfræðiþjónusta er af ýmsum toga og er misjafn hvað hentar hverjum og einum. 

Ástæður fyrir aðstoð sálfræðings geta verið margvíslegar og er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Sálfræðingar aðstoða fólk sem upplifir ýmiskonar áskoranir í lífinu. Dæmi um það er hamlandi kvíði og áhyggjur, depurð, reiði, tómleiki, sektarkennd og skömm. Þá getur einnig verið gott að leita til sálfræðings þegar tekist er á við áskoranir í lífinu, fá stuðning og til að draga úr vanlíðan. Einnig hjálpa sálfræðingar fólki við að átta sig á hvað sé að trufla það og finna hjálplegar leiðir til að takast á við sín vandamál.

Það getur verið erfitt að taka fyrsta skrefið en það fyrsta getur einnig verið það mikilvægasta. Saman setjum við upp markmið og finnum leiðir til að ná þeim markmiðum.

bottom of page